
Val og vöxtur
Taugakerfi – Vanamynstur – Innri eldur
6 vikur hefst 8. sept
Kennt mán og föst kl. 13.00 - 15.00 þrið
Með Öldu Pálsdóttur
Verð
Leið að sjálfsþekkingu og seiglu
Taugakerfi – Vanamynstur – Innri eldur
Val og Vöxtur er námskeið fyrir þá sem vilja skilja sjálfa sig dýpra – hvernig daglegt líf mótar orku, viðhorf og vellíðan. Við vinnum út frá taugavísindum með vanamynstur, skynjun og innri styrk – með stuðningi líkamsvitundar, ígrundunar og samveru.
Á þessu 6 vikna ferðalagi lærum við hvernig:
Taugakerfið hefur áhrif á hugsanir, tilfinningar og vanamynstur
Streita minnkar og seigla eykst með meðvituðum aðferðum
Við nærum lífskraftinn – innri eldinn – í gegnum lífsstíl og hagnýtar æfingar
Við byggjum sjálfstraust með því að mæta okkur af forvitni og mildi
Við öðlumst yfirsýn og ígrundum hvað þjónar okkur svo við getum stillt líf okkar af í takt við okkar eigin gildi og kraft
Uppbygging námskeiðsins:
Við hittumst tvisvar í viku, 2 klst í senn
Annar tíminn er fræðslumiðaður með umræðum, speglun og verkefnum
Hinn tíminn byggir á líkamsmiðaðri iðkun, verkefnum og umræðum
Þú færð vinnubók sem fylgir námskeiðinu
Tvö einstaklingsviðtöl (í upphafi og lok námskeiðs)
Alda Pálsdóttir – iðjuþjálfi, náttúrumeðferðaraðili og jógakennari
Alda hefur í yfir áratug unnið með einstaklingum og fjölskyldum að sjálfbærri heilsu, sjálfstrausti, dýpri tengingu við eigin líkama og velsæld í eigin lífi.
Skráning og nánari upplýsingar alda@aldapals.com