Listin að kenna

Yogakennaranám 200 tímar

Hefst 8. ágúst, 6 dagar Skálholtsbúðir, 6 helgar Yogavin, 4 dagar kyrrðarvaka Eirð, útskrift 1. mars

200 tíma yoga kennaranám sem miðast við 200 tíma kröfu Yoga Allience. Námið er viðurkennt af Jógakennarafélagi Íslands og veitir aðild að JKFÍ og alþjóðleg yogakennararéttindi.

Yogakennaranámið er fyrir alla, hvort sem þú vilt dýpka iðkun og þekkingu eða kenna yoga.

Yogaleiðangurinn er ævintýralegur leiðangur sjálfsþekkingar þar sem við mætum til leiks í kærleika og sjálfsmildi. Leiðin liggur í gegnum líkamann heim í hjartað þar sem töframáttur býr.

Ásta Arnardóttir hefur kennt og þróað námið frá 2010 og útskrifað á annað hundarð yogakennara. Kolbrún Björnsdóttir og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir kenna anatomiu.

Kærleikur er ekki bara tilfinning. Kærleikur er sannleikur náttúrunnar.

Skoða nánar

Yin yoga & núvitund 60 tímar

Yin yoga og núvitund 60 tíma kennaranám hefst 11. október 2025

Námið hefst á kyrrðarvöku í Yogavin “Heilandi máttur hvíldar” Kyrrðarhelgin dýpkar iðkun núvitundar í þögn undir leiðsögn kennara. Einstakt tækifæri til að kyrra hugann og njóta iðkunar á hjartnæman hátt. Frætt um rætur núvitundar í buddha dharma, rætur sjálfsvinsemdar í metta, rætur yin og yang fræðanna. Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund og metta hugleiðslu, Heilnæm helgi sem gefur djúpa hvíld og endurheimt lifsorku.

Kennsluhelgar fara svo fram aðra hverja helgi þrjár helgar eftir kyrrðarvökuna. Útskrift 23. nóvember.

Yin yoga & núvitund er áhrifarík leið til að efla meðvitund, opna fyrir orkuflæði líkamans og skapa jafnvægi.

Ásta Arnardóttir kennir, hún hefur víðtæka reynslu af iðkun og kennslu yin yoga og núvitundar. Hún er stofnfélagi Félags um vipassana hugleiðslu og hefur kennt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Hún hefur djúpa reynslu af iðkun núvitundar, setið margar kyrrðarvökur m.a. 3 mánaða silent retreat á IMS 2014. Ásta stundaði nám í yin yoga hjá Sarah Powers 2013.

Skoða nánar

Hvað segja nemendur