Fjölbreyttir tímar
Áskrift gildir í alla opna tíma á stundaskrá
Við notum Abler skráningakerfið. Þú smellir á KAUPA og skráningarkerfið leiðir þig næstu skref. Ef þú þarft aðstoð við skráningu er velkomið að hafa samband yoga@yogavin.is eða 6269393 og við hjálpum þér.
Djúpt vinyasa
Orkuríkt yogaflæði með áherslu á stoðkerfið. Markviss og skapandi iðkun þar sem hver finnur sinn takt með forvitni og hlustun að leiðarljósi. Pranayama, vinyasa, slökun og tónheilun. Nærandi iðkun sem gefur heildrænan styrk.
Kennt á mánudögum 17:15 (75 mín)
Opið rými frá 16.45 - 17.45 salurinn er opinn fyrir persónulega iðkun, slaka, hugleiða, dreypa á te …
Tilvalið að ljúka á yoga nidra 18.15 (40 mín)
Kennarar Ásta, Óli
Möntrur & yogaflæði
Yoga raddarinnar og yoga líkamans fléttað saman á áhrifaríkan og skapandi hátt. Vediskar möntrur, vinyasa yogaflæði með áherslu á styrk og liðleika stoðkerfis, tónheilun og slökun. Tímar sem gefa skýran fókus, hlustun og gleði inní daginn.
Kennt á þrið og fimmt kl. 10.00 (75 mín)
Kennari Ásta
Yin yoga & tónheilun
Liggjandi og sitjandi stöður, dvalið 3 – 5 mínútur í hverri stöðu. Losar um spennu og streitu, hefur áhrif á djúpvefi líkamans og skapar jafnvægi. Meðvituð öndun, hugleiðsla og slökun. Endurheimt lífsorku á mildan og markvissan máta.
Kennt á fimmt kl. 18.45 (60 mín)
Kennarar Ásta, Elsa, Sólrún.
NÝTT ! Qigong
Orkuæfingar sem byggja á hægum hreyfingum, meðvitaðri öndun og slökun. Qigong hefur djúpstæð áhrif til heilunar, styrkir stoðkerfið og innri líffærin og skapar hugarró og vellíðan. Hugleiðsla í hreyfingu (meditation in motion).
Kennt þrið og fimmt kl. 7.30 (70 mín)
Kennarar Hafdís og Óli
Chakra vinyasa
Yogaflæði með áherslu á orkustöðvar. Skapandi iðkun þar sem hver finnur sinn takt. Bijam möntrur, vinyasa, slökun og tónheilun. Leiktu þér að því að efla líkamsvitund, næmi og sjálfstraust.
Kennt mið kl. 17.15 (75 mín)
Opið rými frá 16.45 - 17.45 salurinn er opinn fyrir persónulega iðkun, slaka, hugleiða, dreypa á te …
Tilvalið að ljúka á yoga nidra 18.15 (40 mín)
Kennarar Ásta, Nicole
Rólegt yoga 60+
Mjúkt yoga fyrir fólk á besta aldri. Gefandi tímar sem skapa jafnvægi, styrkja og liðka líkamann. Góð slökun í lokin. Kærleiksrík samvera í góðum hópi.
Kennt á mán og mið kl. 11.00 (60 mín)
NÝTT ! Tilvalið að taka yoga nidra í kjölfarið kl. 12.00 (30 mín)
Kennarar Sólrún og Ásta
.
Yoga nidra & tónheilun
Yoga nidra djúpslökun losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Tónbað með kristalskálum gefur kyrrð og ró. Þú liggur undir teppi, þarft ekkert að gera bara njóta þess að vera. Það eru 8 tímar í hverri viku
NÝTT ! Kennt í hádeginu mán, þrið, mið, fimmt kl. 12.00 (40 mín)
Kennt sídegis mán og mið kl 18.15 (40 mín), föst kl. 17.15 (45 mín)
Kennt kvöldin NÝTT ! yoga & möntrur mið kl. 20.15 (60 mín)
Kennarar Ásta, Óla, Sólrún, Harpa
Taiji
Taiji líkamsvitund er hugleiðsla í hreyfingu. Í tímunum er unnið með Chen taiji grunn: standandi hugleiðslu Reeling silk æfingar og 19 skrefa formið.
Kennt á fimmt kl. 17.30 (60 mín)
Kennari Óli
Yoga & núvitund
Iðkun núvitundar er gefandi stefnumót við augnablikið hér og nú. Yoga, pranayama, slökun, 20 mínútna hugleiðsla í lokin. Kærleiksríkt og meðvitað stefnumót við skynjun skapar frið og sátt.
Kennt á laug kl 10.00 (90 mín)
Kennarar Nicole, Ásta
Hugleiðsla
Iðkun núvitundar eflir jákvæða hugsun, eykur vellíðun í daglegu lífi og mörg einkenni streitu og kvíða minnka eða hverfa. Hugleiðslukvöldin eru í samvinnu við Félag um vipassana hugleiðslu. Hugleiðsla 30 mín, gönguhugleiðsla, metta og möntrur í lokin.
Kennt á mán kl. 20.15 (60 mín)
Kennarar Ásta, Nicole ofl.
Opið fyrir alla - frjáls framlög
Viðburðir og námskeið
Við bjóðum uppá fjölbreytta viðburði og námskeið. Möntrukvöld, dansviðburði, heilunarhringi og skapandi námskeið í yoga og hugleiðslu.
Korthafar í áskrift fá 15% afslátt af námskeiðum