
Alda Pálsdóttir
Alda kennir restorative, movlab
Alda er menntaður iðjuþjálfi og jógakennari og leggur áherslu á að styrkja innri og ytri tengsl í gegnum huga, líkama, taugakerfi og daglegar athafanir.
Alda er stöðugt að afla sér nýrrar þekkingar en hefur sérhæft sig í tengslamiðaðri nálgun, áföllum, náttúrumeðferð og líkamsmiðuðum meðferðum.
Alda hefur lengst af unnið á geðsviði og í endurhæfingarúrræðum sem sérfræðingur og verkefnastjóri. Hún hefur einnig að starfa með börnum og unglingum á Æfingastöð SLF og fór þar að leiða náttúrumeðferðarhópa (e. adventure therapy). Síðustu ár hefur hún starfað við stofnun forvarnsverkefna tengdum hagsmunum fjölskyldunnar s.s. Tengslasetur, hagsmunasamtökin Fyrstu Fimm og Fjölskyldulands.
Menntun
2023– Chi Nei Tsang nám í líffæranudd og handleiðsla meðfram vinnu hjá Sjra Bleijlevens
2022–2023 Shamanic Arts Immersion and Training
2017–2019 Sat Nam Rasayan; hugleiðslunám með Sven Butch
2017 og 2018 Yoga Teacher Training frá Open Sky Yoga
2011 – 2015 B.Sc. Iðjuþjálfunarfræðum við Háskólann á Akureyri. 4 ára grunnnám.
“Ég vinn með börnum, ungmennum og fullorðnum sem glíma við sálfélagslegan vanda út frá áfalla- og tengslamiðaðri iðjuþjálfun. Auk þess býð ég upp á náttúrutengda íhlutun og meðferð utandyra bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Í vinnu minni hef ég það að markmiði að auka færni, þátttöku, seiglu og velsæld í daglegu lífi. Þá legg ég áherslu á að auka innsæi í hvernig vanamynstur og áreiti umhverfisins hafa áhrif á líðan og hegðun. Unnið er með að byggja upp og yfirfæra gagnleg bjargráð í daglegt líf sem og aðlögun umhverfis og iðju til að styðja við þátttöku í daglegu lífi, hvort sem um ræðir á heimili, í vinnu eða skólaumhverfi”.
Áhugasvið Öldu eru
Taugakerfið og skynjafnandi iðkun til að stuðla að heilbrigði þess
Hreyfing, andadrátturinn og slökun fyrir endurheimt
Flæðibækur og skrif fyrir skynjöfnun og skipulag
Áhrif streitu og áfalla á færni
Kulnun, ADHD, einhverfuróf, kvíði og þunglyndi
Skynúrvinnsla og áhrif áreita í umhverfi á líðan og færni við iðju
Framkvæmdafærni (e. executive Function) og virkni í daglegu lífi
Jafnvægi í daglegu lífi: mörk, viðhorf og væntingar
Samskipti og sambönd
Sjá nánari upplýsingar https://aldapals.com/