Alda Pálsdóttir
Alda kennir restorative, Movement Lab
Alda er iðjuþjálfi, náttúrumeðferðaraðili og jógakennari, alin upp fyrir norðan sem mótaði virðingu og tengsl við náttúruna. Hún sérhæfir sig í áfalla- og tengslavinnu og hefur í yfir áratug stutt einstaklinga og fjölskyldur við að skapa líf sem einkennist af öryggi, tengslum og vellíðan. Í starfi sínu sameinar hún meðferðarlega dýpt og hreyfingu, þar sem iðkunin verður leið til að hlusta: að taka eftir mynstrunum sem við berum með okkur og hvernig þau móta líkamsstöðu, öndun og sambönd. Hún leiðir einnig umbreytingu þessara mynstra með nærveru í nýjar leiðir til að hreyfast, anda, tengjast og njóta lífsins.Innblástur hennar kemur m.a. úr Iyengar-jóga, Restorative jóga og Sat Nam Rasayan, mörgum árum í bardagalistum, Fighting Monkey, iðjuþjálfunarfræðum og taóískri líkamsvinnu. Í kennslu leggur hún áherslu á öndun, takt og samhæfingu, kyrrð og hugleiðslu, líkamsvitund og innri hlustun sem dýpkar sambandið við líkamann sem áttavita.Nálgun Aldu einkennist af skýrleika og forvitni. Hún leiðir nemendur til að eiga betri samskipti við líkama sinn, byggja upp seiglu, auka getu og virkja innsæi — þannig að þeir geti mætt lífinu með hugrekki, ánægju og gleði.
Sjá nánari upplýsingar https://aldapals.com/