Yin yoga núvitund & tónheilun

4 vikur hefst 18. nóv

Kennari Ásta Arnardóttir

Kennt þrið og fimmt kl. 17.15 (60 mín)

TILBOÐ 18.900 (fullt verð 25.900) - innifalið opið kort til 19. des

Kaupa

Langar þig að hlúa að taugakerfinu í aðdraganda jóla ? Finna hugarró og innri sátt ? Læra aðferðir til að skapa jafnvægi og jákvæð tengsl í daglegu lífi ?

Á þessu 4 vikna námskeiði fléttar Ásta saman yin yoga, núvitund og tónheilun sem gefur djúpa slökun, innri ró og reynslu af því að meðhöndla taugakerfið.

Ásta hefur kennt yoga og hugleiðslu í 26 ár og fléttar á þessu námskeiði saman áhrifaríkum aðferðum yin yoga, núvitundar og tónheilunar. Rannsóknir sýna að iðkun yoga og hugleiðslu hefur djúpstæð áhrif til heilunar. Með sjálfsmildi og kærleika að leiðarljósi njótum við þess að efla meðvitund, skapa jafnvægi í taugakerfinu, hlúa að djúpvefjum líkmans og róa hugann. Frætt um taugakerfið og aðgengilegar aðferðir til að róa taugakerfið og meðhöndla í daglegu lífi.

Yin yoga er mild og máttug iðkun sem sem róar taugakerfið, gefur þrýstinudd á bandvef, innri líffærin, orkubrautir og orkupunkta. Í yin yoga eru yogastöður sem eru nálægt jörðinni, sitjandi og liggjandi, og slakað á í hverri stöðu í allt að 5 mínútur með það að markmiði að efla orkuflæði og næra djúpvefi líkamans. Meðvituð djúp öndun tónar vagustaugina og styrkir taugakerfið.

Núvitund er áhrifarík leið til að róa hugann og skapa innri sátt. Frætt er um fjórar stoðir núvitundar og kennd grunntæknin í núvitund. Leitt í stuttar hugleiðslur í hverri stöðu fyrir sig. Metta hugleiðsla með áherslu á sjálfsmildi og sjálfskærleika.

Tónheilun skapar jafnvægi í orkusviði líkamans og gefur innri ró. Gong og kristalskálar mynda saman binaural hljóðbylgjur sem skapa jafnvægi á milli hægra og vinstra heilahvels. Tónbað í hárri tíðni kristalskálanna skapar vellíðan.

Iðkunin:

  • Losar um streitu

  • Minnkar kvíða

  • Róar taugakerfið

  • Styrkir vagustaug

  • Skapar jafnvægi

  • Bætir svefn

  • Eflir einbeitingu

  • Gefur hugarró

  • Eykur vellíaðan

  • Skapar jákvæð tengsl

  • Gefur aukna orku

Það eru dýnur, teppi og púðar í Yogavin.

Ásta Arnardóttir hefur kennt yoga frá 1999 og yogakennaranám frá 2010. Hún opnaði Yogavin 2014 og er ein af stofnendum Félags um vipassana hugleiðslu og hefur leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur víðtæka reynslu af iðkun og kennslu og leggur áherslu á skapandi iðkun þar sem hvert og eitt finnur sína leið í hlustun, mildi og kærleika.

Kaupa