
Heilandi máttur hvíldar
Kyrrðarhelgi í Yogavin
11. - 12. október
8.00 - 16.00 báða dagana
með Ástu Arnardóttur
Verð 47.000 - innifalið hádegismátur og 1 mánuður opið kort í Yogavin, korthafar með opið kort á haustönn fá 30% afslátt
Skráning yoga@yogavin.is
Kyrrðarhelgin er nærandi tími til að hægja á og hlúa að líkama og sál á hjartnæman hátt. Með sjálfsmildi og alúð að leiðarljósi könnum við heilandi mátt hvíldar.
Núvitund hugleiðsla
Yin yoga
Yoga nidra djúpslökun
Fléttað saman fræðslu og iðkun á skapandi og heilnæman hátt þar sem þátttakendur fá beina reynslu af heilandi áhrifum yogaiðkunar, djúpri hvíld og endurheimt lífsorku.
Kennd grunntæknin í yin yoga, núvitund og yoga nidra. Fjallað um áhrif á líkama, taugakerfið, orkusvið og huga.
Hvatning til að heiðra þína leið til heilunar, innsæis og hjartagæsku.
Kyrrðarhelgin fer fram í þögn sem gefur djúpa og nærandi hvíld frá erilsömu lífi og dagsins önn.
Kyrrðahelgin er opin öllum og jafnframt fyrsta lota í 60 tíma yogakennaranámi í Yin yoga & núvitund.
Ásta Arnardóttir hefur víðtæka reynslu af iðkun og kennslu yoga og núvitundar. Hún hefur kennt yoga frá 1999. Hún er stofnfélagi Félags umvipassana hugleiðslu og hefur kennt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá 2011. Ásta hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 1997 og farið reglulega á kyrrðarvökur (silent retreat) til Gaia House, Spirit Rock Meditation Center og IMS en þar tók hún þátt í 3 mánaðar kyrrðarvöku haustið 2013. Ásta hefur kennt yogakennaranám frá 2010 og býður nú uppá nýtt yogakennaranám Yin yoga & núvitund 50 tímar og Yoga nidra & tónheilun 50 tímar. Þau sem ljúka kyrrðarvöku geta skráð sig í þessi tvö kennaranám. Ásta leggur áherslu á skapandi og persónulega iðkun þar sem hver og einn finnur aukið frelsi og dýpri sátt.
SKRÁNING yoga@yogavin.is