Heim í þína innri vin

Kyrrðardagur

Sunnudag 7. sept. kl. 8.00 - 14.00

Hugleiðsludagur með Ástu Arnardóttur og Nicole Keller

Dana - frjáls framlög mælt með 5000 - 15.000

Allur ágóði rennur óskiptur til Vonarbrúar sem styður við stríðsrhrjáðar barnafjölskyldur á Gaza

Vonarbrú kt. 420625-1700, 0565-26-06379

Skráning smelltu hér

Einnig hægt að smella á KAUPA og greiða 15.000 í gegnum Abler og við komum upphæðinni óskiptri til skila.

Nærandi iðkun sem gefur hugarró og vellíðan, iðkað í þögn með leiðsögn kennara.

Mjúkar morgunteygjur - núvitund hugleiðsla - yoga nidra & tónheilun - möntrusöngur

Kyrrðardagur á vegum Félags um vipassana hugleiðslu og Yogavin . Samverustund í nærandi iðkun sem skapar jafnvægi, eflir líkamsvitund og samkennd.

Hefjum morguninn á mjúkum yogateygjum og hugleiðslu. Fléttum saman hugleiðslu, gönguhugleiðslu, dharmafræðslu. Ljúkum á yoga nidra  tónheilun og möntru í lokin. Við komum saman í fallegu Yogavin og hlúum að líkama og sál.

Dagskrá

8.00

  • Meðvituð hreyfing

  • Slökun

  • Hugleiðsla

9.30 Te

9.45

  • Dharmahugleiðing

  • Yoga nidra & tónheilun

  • Gönguhugleiðsla

  • Hugleiðsla

11.30 Hádegishressing (innifalin)

12.00

  • Hugleiðsla

  • Gönguhugleiðsla

  • Metta (vinsemd) hugleiðsla

  • Möntrur

14.00 Dagskrá lýkur

Gott að skrá sig þannig að við getum áætlað fjölda fyrir hádegishressinguna

Dana / Frjáls framlög mælt með 5.000 - 15.000

Dana - frjáls framlög

Allur ágóði rennur óskiptur til Vonarbrúar sem styður við stríðsrhrjáðar barnafjölskyldur á Gaza

Skráning smelltu hér eða kaupa á Abler og greiða 15.000 og við komum upphæðinni óskiptri til skila.

Yogavin er á Grensásvegi 16, gengið inn bakatil og næg bílastæði bakvið húsið.