FRÍ PRUFUVIKA

1. - 7. SEPTEMBER

Það þarf ekki að bóka tíma bara mæta

Kíktu við það verður ilmandi birkite frá Þórsmörk í testofunni og við erum svo peppuð að lyfta orkunni saman í Yogavin

Sjá stundaskrá

Leiktu þér að því að hlúa að líkama og sál, raða saman þinni stundaskrá með nærandi hreyfingu, hugleiðslu og djúpri slökun.

Við bjóðum uppá fjölbreytt form hugleiðslu

  • Qigong, Taiji

  • Núvitund hugleiðslukvöld

  • Yoga & núvitund

  • Yoga nidra & tónheilun.

Við bjóðum uppá skapandi og meðvitaða hreyfingu í fjölbreyttum yogatímum sem liðka og styrkja stoðkerfið, fínstilla taugakerfið, efla líkamsvitund og tendra sköpunarorkuna.

  • Djúpt vinyasa

  • Chakra vinyasa með Bijamöntrum

  • Yogaflæði & möntrur morguntímar

  • Rólegt yoga 60+

  • Yin yoga & tónheilun.

Við mælum með að flétta yoga nidra & tónheilun inní iðkunina og bjóðum uppá 8 yoga nidra tíma í viku hverri.

Tillögur að samsetningu

  • Vinyasa 17.15 (60 mín) með yoga nidra & tónheilun (40 mín) í framhaldinu, þessir tímar eru samliggjandi í stundaskrá 2 x viku

  • Qigong morguntímar og yoga nidra síðdegis anna hvern dag

  • Yoga nidra í hádeginu kl. 12.00 4 x viku - tilvalið að gefa sér tíma til að endurnýja orkuna í hádeginu, 30 mín yoga nidra getur verið á við 4 tíma svefn

Öll velkomin í heildræna iðkun sem leiðir þig heim í þína innri vin þar sem draumarnir rætast ❤

Kíktu við það verður ilmandi birkite frá Þórsmörk í testofunni og við erum svo peppuð að lyfta orkunni saman í Yogavin

Sjá nánari upplýsingar um tíma á stundaskrá