Rólegt yoga 60+

Vorönn 5.1. - 31.5.

Kennarar Sólrún Kamban og Ásta Arnardóttir

Kennt á mán og mið kl. 10.30 (75 mín)

Opið kort vorönn 67.500 *

Vorönn 13.500 á mánuði *

Opið kort 1 mánuður 18.900

Opið kort 3 mánuðir 44.900 *

Klippikort 10 skipti 25.900

* velkomið að skipta greiðslu

Kaupa

Rólegt yoga fyrir fólk á besta aldri. Lögð er áherslu á heildræna þjálfun líkama og huga sem skapar jafnvægi og léttir lund. Yoga er áhrifarík leið til að liðka og styrkja stoðkerfi, hlúa að innri líffærum, skapa jafnvægi í taugakerfi og jákvæðni í daglegu lífi. Meðvituð öndun og öndunaræfingar sem auka orku og skapa ró. Kærleiksrík samvera í góðum hópi.

Testund í testofu frá 10.00 tilvalið að hitta félagana og spjalla saman fyrir tímann.

Sólrún W. Kamban kennir yin yoga, yoga nidra og vinyasa. Hún lauk yogakennaranámi frá Yogavin 2020. Yoga nidra kennaranámi hjá Matsyandra 2023. Hún hefur stundað yoga í mörg ár og nýtur þess að hlúa að líkama og sál með yogaiðkun og heilbrigðum lífsstíl. Sólrún er hjúkrunarfræðingur og hefur kennt í Yogavin frá 2020.

Ásta Arnardóttir er eigandi Yogavin og hefur kennt yoga frá 1999, yogakennaranám frá 2010 og kyrrðarvökur frá 2011. Hún er með bakgrunn í leiklist og hefur haldið fjölbreytt námskeið í yoga, hugleiðslu, leiklist, spuna og skapandi lífstíl síðastliðin 35 ár. Hún er stofnfélagi í Félagi um vipassana hugleiðslu 2011 og hefur leitt kyrrðarvökur á vegum félagsins frá stofnun þess. Ásta kennir vinyasa, yin yoga, rólegt yoga, yoga nidra djúpslökun, núvitund hugleiðslu, tónheilun, námskeið og yogakennarnám þ.á.m. 200 tíma yogakennaranám og 60 tíma kennaranám í Yin yoga & núvitund.

Kaupa