Qigong

4 vikur

Kennarar Ólafur Guðmundsson og Hafdís

Kennt þrið og fimmt kl. 7.30 (70 mín)

TILBOÐ 18.900 - innifalið opið kort á meðan á námskeiði stendur

  • þessir tímar eru í opinni stundaskrá og hægt að kaupa opið kort 1 mán, 3 mán eða haustönn þau sem að eru á námskeiðinu geta uppfært í haustönn eða 3 mánaða kort að námskeiði loknu, sjá verðskrá

Qigong og Taiji Líkamsvitund

Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í Qigong iðkun og líkamsvitund ásamt grunnæfingum í Taijiquan þar sem líkami og hugur er ein heild. Unnið verður með Zhineng Qigong æfingar og stutt Qigong hreyfingakerfi ásamt grunn atriðum í Chen Taijiquan sem Grand master Chen Xiaowang hefur þróað til að auðvelda nálgun fólks á Taiji hreyfingakerfinu. Unnið er út frá núvitund í standandi Qigong stöðum og Taijiquan hreyfingum. Qigong og Taijiquan er aldagömul kínversk hreyfilist sem byggir á Taoisma og yin og yang og hvernig öll orka líkamans og alls heimsins er í stanslausu flæði. Qigong og Taijiquan iðkun eykur innri ró og eykur næmi á skynjun líkamans. Það tengir saman orku náttúrunnar og orku líkamans og eykur orkuflæði.


TAIJI og QIGONG

  • eykur orkuflæði

  • gefur næma líkamsvitund

  • nærir líffærin

  • styrkir stoðkerfið

  • gefur innri ró

  • skapar jafnvægi

  • samþættir huga, hjarta og líkama

  • eflir einbeitingu

  • jarðtengir

Iðkunin tengir saman orku náttúrunnar og orku líkamans sem gefur djúpa innri ró og hluttekningu í lífinu.

Ólafur Guðmundsson er yogakennari, leikari og leiklistarkennari. Hann er með MA gráðu í Applied Drama from Lundúnaháskóla og hefur síðan 2003 unnið sem leiklistarkennari í fullu starfi í grunnskólum, framhaldsskólum og verið með sjálfstæð námskeið í leiklist og sjálfstyrkingu. Hann lauk yogakennaranámi frá Yogavin í mars 2020 og hefur kennt yoga hjá Yogavin síðan. Ólafur fór á sitt fyrsta yoganámskeið hjá Kripalu yoga center árið 1993 og hefur stundað yoga með hléum síðan. Hann hefur einnig stundað Taiji reglulega síðan 1999 og hefur sótt fjölda námskeiða í taiji og núvitund í gegnum árin, einkum hjá Kinthissa og master Chen Xiaowang. Undanfarin tvö ár hefur hann kynnt sér og lagt stund á Zhineng Qigong sem er Qigong æfingakerfi sem þróað var af Dr. Pang Ming, kínverskum Qigong meistara. Ólafur hefur einnig stundað hugleiðslu reglulega síðan 2010 og hefur sótt kyrrðarvökur hér á landi og á Holy Isle í Skotlandi. Ólafur leggur áherslu á jarðtengingu og núvitund í sinni iðkun og kennslu. Í sinni taiji kennslu kennir hann Chen taiji form og grunnæfingar sem byggja upp færni í taiji og næmi fyrir orkuflæði líkamans og líkamsvitund.

Hafdís Ólafsdóttir er með BS gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslandi og diploma í Basic Body Awareness Methodology frá Bergen University Collage. Hún hefur iðkað taiji – Chen Style til margra ára undir leiðsögn Kinthissa. Seinustu 4 árin hefur hún lagt stund á Zhineng Qigong hjá Xie Chuan. Hafdís hefur sótt námskeið í qigong og taiji bæði hér heima og erlendis og kennt taiji um árabil. Hafdís hefur trú á að taiji og qigong stuðli að bættri heilsu og sátt við okkur sjálf og að stunda taiji og qigong hreyfingar í hópi eykur orkuflæði og samkennd.