
Hafdís Ólafsdóttir
Hafdís kennir Qigong og Taiji líkamsvitund
Hafdís Ólafsdóttir er með BS gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslandi og diploma í Basic Body Awareness Methodology frá Bergen University Collage. Hún hefur iðkað taiji – Chen Style til margra ára undir leiðsögn Kinthissa. Seinustu 4 árin hefur hún lagt stund á Zhineng Qigong hjá Xie Chuan. Hafdís hefur sótt námskeið í qigong og taiji bæði hér heima og erlendis og kennt taiji um árabil. Hafdís hefur trú á að taiji og qigong stuðli að bættri heilsu og sátt við okkur sjálf og að stunda taiji og qigong hreyfingar í hópi eykur orkuflæði og samkennd.